Úrslit Austurstrandarinnar í NBA hófust í nótt. Cleveland Cavaliers tóku þá 1-0 forystu og það á heimavelli Atlanta Hawks í Philips Arena. Lokatölur 89-97 fyrir Cleveland. LeBron James gerði 31 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. J.R. Smith var einnig heitur með 28 stig af bekknum hjá Cavs og það 8-12 í þristum!
DeMarre Carroll meiddist í leiknum og var studdur af velli og mun fara í myndatöku á hné í dag. Carroll er aðalvarnarmaður Hawks á LeBron James og hefur verið með um 17 stig að meðaltali í leik. Jeff Teague var svo stigahæstur hjá Hawks í leiknum með 27 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar.
Atlanta Hawks þurfa þó ekkert að örvænta, þeir töpuðu líka fyrsta leik í seríunni gegn Washington svo við skulum alveg sofa rólega en Hawks þurfa á Carroll að halda og hans mál skýrast væntanlega síðar í dag.
Mynd/ Rocky Widner/NBAE – J.R. Smith var funheitur í nótt.
Draugsýn á leikinn í nótt



