FIBA hefur ákveðið að fara með Evrópubikarinn, sem afhendur verður Evrópumeisturunum á EuroBasket 2015, á ferðalag og heimsækja öll löndin sem taka þátt í lokakeppninni í tilefni af 80 ára afmæli keppninnar. Ákveðið hefur verið að hann komi til landsins yfir Smáþjóðaleikana og verði til sýnis í andyri Laugardalshallarinnar dagana 3.-4. júní en þar fer fram keppni í körfuknattleik á leikunum. Keppni í körfuknattleik verður leikin 2.-6. júní. www.kki.is greinir frá.
Fulltrúi FIBA kemur með bikarinn og einnig verður í för lukkudýr EuroBasket, Frenkie the Fireball. Þess má geta að umræddur bikar er sá sem mun verða afhendur sigurvegurum EM í haust.
Nánar á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands




