spot_img
HomeFréttirUppselt á Þýskaland-Ísland!

Uppselt á Þýskaland-Ísland!

Uppselt er á viðureign Þýskalands og Íslands á Eurobasket 2015! Leikurinn er opnunarleikur riðilsins í Berlín og þegar orðið uppselt. B-riðill sem Ísland leikur í fer fram dagana 5.-10. september í Berlín og mætast Þýskaland og Ísland þann 5. september kl. 15:00 frammi fyrir troðfulltri O2 Arena í Berlín.

Einni spurningu er þá ósvarað, verður sjálfur Dirk Nowitzki með eða ekki? Það ætti að skýrast á allra næstu dögum enda kappinn búinn að lofa þýsku þjóðinni svari um og upp úr júnímánuði. 

Þá staðfesti Hannes S. Jónsson formaður KKÍ við Karfan.is að í september gengi í garð langstærsta Eurobasket sögunnar því í dag er búið að selja 310.000 miða á mótið og enn er opið fyrir miðasölu en lítið þó til af miðum á riðilinn í Berlín og leikir eins og viðureign Þýskalands og Íslands þegar uppseldar. 

Ljósmynd/ Þorsteinn Eyþórsson

Fréttir
- Auglýsing -