Eins og það leit vel út framan af vetri þá er það hlutskipti Unicaja Malaga að verma þriðja sæti deildarinnar en í dag lauk deildarkeppni með háspennu leik hjá Jón Arnór og félögum í Malaga gegn Bilbao. Eftir 40 mínútna leik var staðan 82:82 og því þurfti að framlengja leikinn. Þristur frá Ryan Toolson á loka sprettinum tryggði Malaga sigur, 94:93 og þar með þriðja sætið.
Malaga eru jafnir að stigum Barcelona en innbyrðist viðureignir liðanna eru hliðhollir Barcelona og því endar Malaga í þriðja sæti. Malaga mætir liði Laboral Kutxa í 8 liða úrslitum sem ættu að hefjast í næstu viku. Liðin mættust tvisvar í deildinni í vetur og vann Unicaja báða þá leiki.



