spot_img
HomeFréttirBooker skiptir um skóla

Booker skiptir um skóla

Frank Aron Booker hefur ákveðið að færa sig um set í háskólaboltanum og segja skilið við Oklahoma háskólann.  Frank segir að megin ástæða flutnings sé að komast nær fjölskyldu sinni og svo vill kappinn auka við spilatíma sinn.  Frank Booker spilaði 64 leiki á tveimur árum með Oklahoma og skoraði að meðaltali um 5 stig í leik og fékk um 14 mínútur í þeim leikjum.  "Ég þakka það traust sem Kruger þjálfari hefur sýnt mér og það tækifæri að spila með Oklahoma. Þetta var erfið ákvörðun en að lokum voru það fjölskyldan sem togar í mig og svo vil ég auka spilatíma minn." sagði Frank Booker í samtali. 

 

"Við skiljum hans ástæður fyrir þessum flutningi og styðjum hann í því. Hann átti tvö fín ár hjá okkur hérna í Oklahoma og við búumst ekki við neinu öðru af honum hjá nýjum skóla" sagði þjálfari Oklahoma háskólans í viðtali. 

Nýr skóli Frank Booker er Florida Atlantic sem er staðsettur í Boca Raton rétt norður af Miami.  Samkvæmt NCAA reglunum þar Booker að "sitja hjá" (redshirt) næsta skólaár en þar á eftir mun hann eiga tvö ár til að spila með skólanum. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -