spot_img
HomeFréttirPétur Már nýr aðstoðarþjálfari Stjörnunnar

Pétur Már nýr aðstoðarþjálfari Stjörnunnar

Bikarmeistarar Stjörnunnar hafa ráðið Pétur Má Sigurðsson sem aðstoðarþjálfara með Hrafni Kristjánssyni fyrir komandi átök á næstu leiktíð. Þetta þýðir að Kjartan Atli Kjartansson stígur til hliðar úr stóli aðstoðarþjálfara hjá Garðbæingum.

Kjartan Atli mun alfarið snúa sér að þjálfun yngri flokka í Garðabæ. „Ég á erfitt með að fara svona mikið frá enda mikið að gera hjá mér í vinnunni. Ég þurfti alltaf að gefa afslátt á einhverjum vígstöðvum og því fannst mér hreinlegast gagnvart klúbbnum að gefa öðrum manni kost á þessu og ég er ofboðslega ánæður með að Pétur sé kominn,“ sagði Kjartan Atli í snörpu spjalli við Karfan.is í kvöld.

Í tilkynningu á Facebook-síðu Stjörnunnar segir:

Pétur er íþróttakennari að mennt og hefur þjálfað mfl karla hjá KFÍ og nú síðast þjáfaði hann mfl kvenna hjá Fjölni auk yngri flokka hjá félaginu. Pétur mun einnig koma að þjálfun elstu drengjaflokkanna hjá Stjörnunni.

Þetta er að öllum líkindum síðasta púslið í meistaraflokkinn, búið að semja við alla leikmenn og nú er þjálfarateymið fullmannað og nú bíðum við bara eftir fréttum af erlendum leikmanni.

Mynd/ Tomasz Kolodziejski: Pétur Már hefur m.a. stýrt KFÍ og Laugdælum og var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins þegar Svíinn Peter Öqvist var við stjórnartaumana.

Fréttir
- Auglýsing -