Cleveland Cavaliers eru austurstrandarmeistarar í NBA deildinni eftir 4-0 sigur á Atlanta Hawks í úrslitum austursins. Liðin mættust í sínum fjórða leik í nótt þar sem Cleveland valtaði yfir gesti sína, 118-88.
Í annað sinn í sögu Cleveland er liðið komið í úrslit og andstæðingurinn verður annað hvort Golden State Warriors eða Houston Rockets en Golden State leiðir það einvígi 3-1.
Hawks hafa lítið til að skammast sín fyrir þessi dægrin þó sópurinn frá Cleveland hafi sent þá í sumarfrí. Félagið varð það fyrsta í sögu NBA til þess að vinna 17 leiki í röð í einum mánuði, þeir unnu samtals 19 leiki í röð og tóku stórstigum framförum frá síðasta tímabili og sendu bæði Brooklyn og Washington í sumarfrí.
Eins og í allri seríunni var LeBron James að daðra við þrennuna með 23 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar hjá Cleveland í nótt en sex leikmenn liðsins gerðu 10 stig eða meira í leiknum. Jeff Teague var svo atkvæðamestur hjá Atlanta með 17 stig.
Draugsýn á leik næturinnar:



