spot_img
HomeFréttirSigur í fyrsta leik Malaga

Sigur í fyrsta leik Malaga

Unicaja Malaga spilaði fyrsta leikinn í seríunni gegn Laboral Kutxa Baskonia. Malaga vann nokkuð þægilegan varnar sigur að þessu sinni, 69:55.  Jón Arnór Stefánsson hvíldi í leiknum þar sem hann nær sér af meiðslum en von er á að hann taki jafnvel þátt í næsta leik.  Það var strax í fyrri hálfleik sem að Malaga lagði grunn að þessu sigri og í þriðja leikhluta völtuðu þeir yfir gesti sína. 

 

Í fjórða og síðasta leikhlutanum náðu svo gestirnir að klóra í bakkann en aldrei þannig að þeir ógnuðu sigrinum. 

Malaga leiðir 1:0 í seríunni en liðið sem fer áfram þarf að vinna tvo leiki. Næsti leikur er á laugardag á heimavelli Laboral Kutxa Baskonia.

Fréttir
- Auglýsing -