spot_img
HomeFréttirValur Molduxameistari 2015

Valur Molduxameistari 2015

Molduxar héldu árlegt Vormót sitt í Síkinu á Sauðárkróki á dögunum – 8 lið mættu til leiks og var skipt í tvo riðla:
Leikið er að mestu eftir reglum KKÍ en leiktíminn ívið styttri en gengur og gerist (2×12 mínútna hálfleikir).

A riðill
Valur Old-Boys
Skotfélag Akureyrar
Skotmói
Molduxar l

B riðill
Dvergar
Clippers
Molduxar ll
Fram

Úrslit leikja:

A riðill
Valur-Skotfélag Akureyrar: 27-23
Molduxar l-Skotmói: 50-24
Molduxar l-Skotfélag Akureyrar: 41-28
Skotfélagið-Skotmói: 40-14
Valur-Molduxar l: 34-23
Valur-Skotmói: 40-25

B riðill
Dvergar-Fram: 35-31
Fram-Clippers: 28-36
Fram-Molduxar ll: 29-26
Dvergar-Clippers:27-23
Dvergar-Molduxar ll: 35-38
Clippers Molduxarll: 40-26

Eftir skemmtilega og að mestu jafna leiki í riðlakeppninni var leikið um sæti og að lokum úrslitaleikur milli stórliðs Dverga og Vals.

Úrslitaleikurinn var æsispennandi og jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik þar sem lið Dverga náði að stjórna hraða leiksins en í seinni hálfleik náði Valsliðið að keyra upp hraðann og innbyrða verðskuldaðan sigur 24-31.

Mynd: Molduxamótsmeistarar 2015 – Valur Old-Boys. Aftari röð frá vinstri: Hannes Birgir Hjálmarsson – þjálfari, Kristinn Kristjánsson, Grímur Atlason, Jón F. Hrafnsson, Sveinn Arnar Sveinsson og Bjarni Stefánsson. Fremri röð frá vinstri: Halldór Bachmann, Skarphéðinn Eiríksson, Birgir Mikaelsson og Pétur Kristinsson

Fréttir
- Auglýsing -