spot_img
HomeFréttirAri snýr aftur í Val

Ari snýr aftur í Val

Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá kvennaliði Vals í körfuknattleik.  Ari hefur mikla reynslu af körfuknattleik, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann lék með Val alla yngri flokka og nokkur tímabil með meistaraflokk félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Ari tekur því við kvennaliðinu af Ágústi Björgvinssyni. 

Í tilkynningu Valsmanna segir einnig: Síðar lék Ari 10 tímabil með Skallagrím og Hamar. Ari hefur komið víða við í þjálfun og m.a. var aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals fyrir tveimur árum.  Valsmenn fagna komu Ara aftur til félagsins.

Fréttir
- Auglýsing -