Laboral Kutxa Baskonia jafnaði seríuna gegn Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum í Malaga í kvöld með 92.82 sigri á heimavelli. Það mun því verða oddaleikur á mánudag í Malaga þar sem liðin mætast í þriðja sinn og keppast um að komast áfram. Barcelona kláraði sitt einvígi í kvöld gegn Joventut og því mun Malaga, ef þeir sigra á mánudag mæta stórliði Barcelona.
Jón Arnór hvíldi annan leikinn í röð í kvöld vegna meiðsla en von er á að hann verði með í næsta leik.



