Óli Ragnar Alexandersson verður áfram í Hólminum á komandi leiktíð en hann framlengdi á dögunum við Snæfell. Óli Ragnar hélt í Hólminn á miðri síðustu leiktíð úr röðum Njarðvíkinga.
Frá þessu er greint á heimasíðu Snæfells en þar segir enn fremur að Óli Ragnar muni flytjast búferlum í Hólminn á næstunni og að gríðarmikill styrkur sé í því fyrir Snæfellinga að hafa leikmanninn áfram í sínum röðum.
Mynd/ [email protected] – Óli Ragnar með Snæfell gegn Stjörnunni á síðasta tímabili.



