Keppni í körfuknattleik á Smáþjóðaleikunum hefst í dag og gestgjafar Íslands eiga þá sinn fyrsta leik kl. 19:30 þegar kvennalandsliðið mætir Möltu kl. 19:30. Opnunarleikur körfuboltakeppninnar á leikunum er viðureign Lúxemborgar og Mónakó í kvennaflokki sem hefst kl. 14:30 í Laugardalshöll. Frá og með deginum í dag gengur því fimm daga körfuboltaveisla í hönd.
Enginn aðgangseyrir er á Smáþjóðaleikana og því allir körfuknattleiksunnendur og landsmenn hvattir til þess að Fjölmenna í Laugardalshöll og styðja vel við bakið á íslensku liðunum. Karlaliðið hefur svo leik á morgun, 3. júní, þegar liðið tekur á móti Andorra.
Leikir dagsins á Smáþjóðaleikunum, Laugardalshöll:
14:30 Lúxemborg – Mónakó – konur
17:00 Lúxemborg – Svartfjallaland – karlar
19:30 Ísland – Malta – konur
Mynd/ [email protected] – Frá kynningarfundi 2013 fyrir Smáþjóðaleikana. Helena Sverrisdóttir ásamt Hannesi formanni KKÍ og Guðbjörgu varaformanni KKÍ.



