Fyrsta leik Smáþjóðaleikanna í körfuknattleik er lokið þar sem Lúxemborg hafði öruggan sigur á Mónakó í kvennaflokki, 88.-55.
Lúxemborg tók snemma forystu í leiknum og lét hana aldrei af hendi. Mónakókonum skorti tilfinnanlega hæð í teiginn sinn og áttu þar af leiðandi í nokkru basli. Marine Peglion var stigahæst í liði Mónakó með 20 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar en Cathy Schmit átti góðan leik í liði Lúx með 13 stig, 5 fráköst og 9 stoðsendingar.
Tölfræði leiksins má nálgast hér
Nú á eftir kl. 17:00 hefst svo viðureign Svartfjallalands og Lúxemborgar í karlaflokki.
Mynd/ [email protected] – Cathy Schmit átti góðan leik í liði Lúxemborgar í dag með 13 stig, 5 fráköst og 9 stoðsendingar.



