spot_img
HomeFréttirMöguleg viðskipti Clippers í sumar

Möguleg viðskipti Clippers í sumar

Umfjöllunarefni miðla vestra um körfuknattleik hefur að mestu síðastliðin 50 ár verið að mestu um Lakers liðið og ef þá um Clippers þá hversu slakir þeir væru og hvort þeir gætu orðið eitthvað verri. En nú er öldin önnur og tónninn um að Clippers gætu keppt um þann stóra á næsta ári hávær. 

Ofaní það koma þá möguleg vistaskipti leikmanna liðsins en Doc Rivers er hinsvegar full viss um að hann nái að halda þríeyki sínu (Paul, Griffin, Jordan) áfram á næsta ári en Deandre Jordan stendur nú í samningsviðræðum við liðið og allar líkur á því að hann kvitti undir "MAX" samning. 

 

Hinsvegar hafa nú verið vangaveltur um möguleg skipti á þessum leikmönnum og þá fá aðra stórstjörnu til liðsins ef ekki næst að halda þessum þremur saman.  Helstu skiptin sem rætt er um eru þá að DeAndre Jordan yrði skipt fyrir Tyson Chandler hjá Dallas Mavs. Chris Paul fyrir Russell Westbrook og/eða skipta Blake Griffin fyrir Kevin Durant.  

 

Þau síðast nefndu eru alls ekki ólíkleg að því gefnu að Durant skrifi ekki undir nýjan samning fljótlega við Oklahoma því hann gæti pakkað í töskurnar eftir næsta tímabil og farið frítt.  Þá væri nú ekki ónýtt að hafa nælt sér í Blake Griffin í staðinn fyrir að standa uppi með hendurnar tómar. 

 

Sögusagnir eru á lofti að Griffin og Jordan eigi ekki skap við Chris Paul að þá yrði mögulega af þeim vistaskiptum að Paul færi í burt og inn kæmi Russell Westbrook.  Westbrook á tvo ár eftir af sínum samningi hinsvegar en það gæti mögulega freistað þeirra að næla sér Chris Paul sem er í raun líkari hinum hefðbundna leikstjórnanda en Westbrook. 

 

Líklegustu skiptin af þessum þremur væri Jordan fyrir Chandler ef DeAndre vilji fara frá Clippers.  Clippers hafa engan vegin efni á því að missa Jordan án þess að hafa almennilegan sem tæki við hans stöðu.  Skiptin ef af yrðu myndu líkast til gleðja fjölskyldu beggja leikmanna þar sem að Jordan er jú frá Texas og Chandler fór í skóla í Los Angeles ásamt því að Clippers völdu hann á sínum tíma númer 2 í háskólavalinu 2001 áður en þeir skiptu honum til Chicago fyrir Elton Brand. 

Tíminn mun svo leiða í ljós hvað verður en líkast til gerist ekkert fyrr en Háskólavalinu líkur í það minnsta. 

 

Fréttir
- Auglýsing -