FIBA Europe stendur nú fyrir svokölluðum Trophy Tour þar sem sjálfur Evrópumeistaratitillinn er á ferðalagi um Evrópu í kynningarskyni fyrir Eurobasket 2015 sem fer fram í haust. Á blaðamannafundi í Laugardalshöll í dag kom fram í máli Hannesar Jónssonar formanns KKÍ að lokakeppni Evrópumótsins næsta haust væri þegar orðin sú langstærsta í sögu FIBA Europe.
Karfan TV ræddi við Hannes sem sagði það afar ánægjulegt að Ísland skuli vera einn af áfangastöðum ferðalagsins hjá bikarnum margfræga. Í dag og á morgun verður hægt að fara í Laugardalshöll og sjá Evrópumeistaratitilinn og taka myndir af sér með gripnum…munið kassamerkið #EuroBasket2015
Ljósmynd/ [email protected] – Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ ásamt Frenkie lukkudýri EuroBasket 2015.



