spot_img
HomeFréttirStrákar í úrvalsbúðum KKÍ

Strákar í úrvalsbúðum KKÍ

Úrvalsbúðir KKÍ voru um helgina. Stúlkurnar voru í DB Schenkerhöllinni í Hafnarfirði og strákarnir í DHL-höllinni í Frostaskjóli. Búðirnar í ár voru fyrir leikmenn fædda árin 2002 til 2004. Úrvalsbúðirnar eru undanfari yngri landsliða Íslands.

 

Það voru 80 strákar mættir í 2004 árganginum, 99 í 2003 og 80 í 2002. Strákarnir komu frá nær öllum félögum á landinu. Ingi Þór Steinþórsson stjórnaði búðunum af mikilli festu og honum til aðstoðar voru Finnur Jónsson, Ágúst Björgvinsson, Snorri Örn Arnaldsson, Baldur Þór Ragnarsson, Lárus Jónsson og Óli Ragnar Alexandersson. Búðirnar voru keyrðar með hefðbundnum hætti. Eftirfarandi undirstöðuatriði voru kennd og æfð á stöðvum: Sendingar, skot, sóknarstaða/hoppstopp, knattrak/boltatækni, styrktarþjálfun og vörn/varnarstöður. Auk þess var leikið á fimm völlum og strákarnir fengu að hlýða á nokkur gullkorn frá þjálfurum og gestum. Á meðfylgjandi mynd má sjá 2002 strákana og þjálfara.

Fréttir
- Auglýsing -