Þriðji keppnisdagur Smáþjóðaleikanna í körfuknattleik fer fram í Laugardalshöll í dag og í kvöld. Þrír leikir eru á dagskránni og verða það Svartfellingar og Andorra sem ríða á vaðið í karlaflokki kl. 14:30. Flestir gera ráð fyrir öruggum sigri Svartfellinga en forvitnilegt verður að sjá hvort liðsmenn Andorra nái ekki að stríða þeim agnarögn.
Íslensku landsliðin verða svo á ferðinni í seinni leikjunum tveimur, kvennaliðið mætir Mónakó kl. 17:00 og karlaliðið leikur gegn Lúxemborg kl. 19:30.
Staðan í kvennaflokki
| No | Team | W/L | Points |
|---|---|---|---|
| 1. | Luxembourg A women | 2/0 | 4 |
| 2. | Iceland A women | 1/0 | 2 |
| 3. | Malta A women | 0/2 | 2 |
| 4. | Monaco A women | 0/1 | 1 |
Staðan í karlaflokki
| No | Team | W/L | Points |
|---|---|---|---|
| 1. | Montenegro A men | 1/0 | 2 |
| 2. | Iceland A men | 1/0 | 2 |
| 3. | Andorra A men | 0/1 | 1 |
| 4. | Luxembourg A men | 0/1 | 1 |
Mynd/ Axel Finnur – Frá viðureign Íslands og Andorra á Smáþjóðaleikunum í gærkvöldi.



