Stórstjarna þeirra Þjóðverja, Dirk Nowitski hefur (samkvæmt vefmiðlinum Sportando) gefið það formlega út að hann muni taka þátt í Eurobasket og því fyrsta verkefni íslensku piltana í Berlín að stöðva þessa rúmlega tveggja metra skot maskínu.
Málið hvort kappinn myndi vera með snúast að öllum líkindum og tryggingar á leikmanninum og svo hvort Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks væri tilbúin að leyfa Dirk að vera með þar sem hann er jú á samningi hjá MAVS. Cuban hefur gefið það út að honum sé illa við það að leikmenn hans spili leiki fyrir landslið sín þar sem að áhættan er öll hjá Dallas MAVS ef leikmaðurinn meiðist í þeim leikjum. Sama hvað gerist þá kemur Dallas alltaf til með að þurfa að greiða leikmanninum laun.
En reglur kveða hinsvegar á um að hvorki Cuban né MAVS geta bannað Nowitski að spila fyrir land og þjóð og því er þetta undir honum sjálfum komið.




