Tveir leikir fara fram á Smáþjóðaleikunum í dag. Íslensku liðin kasta mæðunni en leika bæði til úrslita á morgun. Fyrri viðureign dagsins er slagur Lúxemborgar og Andorra í karlaflokki sem hefst kl. 17:00 í Laugardalshöll.
Seinni leikur dagsins er viðureign Mónakó og Möltu í kvennaflokki og hefst leikurinn kl. 19:30 í Laugardalshöll.



