Möltustúlkur sigruðu Mónakó nokkuð örugglega í dag, 72 -41, og tryggðu sér með því bronsverðlaun á Smáþjóðleikunum. Fyrsti leikhluti var jafn en eftir hann leiddi Malta með 3 stigum, 15-18. Malta setti í lás í öðrum leikhluta og lagði grunninn að sigrinum í dag þar sem Mónakó setti einungis 2 stig í leikhlutanum á móti 16 stigum Möltu. Leikur Mónakó hresstist örlítið í síðari hálfleik en þær voru þó alltaf skrefi á eftir Möltu og var sigur Möltustúlkna aldrei í hættu.
Stigahæstar í liði Möltu voru Christina Grima með 15 stig/4 stoðsendingar/5 stolna bolta og Ashley Vella með 13 stig/8 fráköst/4 stoðsendingar en Marine Peglion var atkvæðamest í liði Mónakó með 16 stig/7 fráköst/4 stolna bolta.
Mynd: Christina Grima fór fyrir liði Möltu í leiknum á móti Mónakó



