Hildur Sigurðardóttir var áðan heiðruð fyrir áralangt og veglegt framlag sitt til íslenska kvennalandsliðsins. Hildur á að baki 79 A-landsleiki fyrir Íslands hönd en hún lagði skóna á hilluna frægu að loknu síðasta tímabili þar sem hún varð Íslandsmeistari með Snæfell annað árið í röð.
Í hálfleik á úrslitaviðureign Íslands og Lúxemborgar færði Hannes S. Jónsson Hildi forláta blómvönd og leikmenn íslenska landsliðsins stóðu Hildi heiðursvörð á meðan og kvöddu hana með virktum. Vel til fundið hjá landsliðskonunum og sambandinu enda Hildur einn ástsælasti og besti kvennaleikmaður þjóðarinnar frá upphafi.
Mynd/ [email protected] – Hildur Sigurðardóttir og Hannes S. Jónsson formaður KKÍ í Laugardalshöll í dag.



