spot_img
HomeFréttirMalaga réði ekki við Satoransky

Malaga réði ekki við Satoransky

Einvígi Barcelona og Unicaja Malaga lítur ekki vel út fyrir þá grænklæddu því í dag töpuðu þeir öðrum leiknum í einvíginu og það með 21 stigi í Barcelona. Jón Arnór Stefánsson fékk lítið að spreyta sig í leiknum, aðeins 7 mínútur og gerði lítið á þeim annað en á fá villur en kappinn fór út af með 5 stykki á 7 mínútum.  Leikurinn leit alls ekki illa út fyrir þá Malaga menn framan af. Jafnt eftir fyrsta leikhluta en það fór illa hjá þeim í öðrum þar sem þeir voru komnir 13 stigum undir í hálfleik. 

 

Þennan mun náðu þeir svo ekki að brúa og Barcelona silgdi að lokum sigrinum í land nokkuð þægilega. Tékkinn Thomas Satoransky var stigahæstur þeirra Barcelona manna með 19 stig en þristur frá honum og Ante Tomic hófu þá innreið sem að lokum kæfði Malaga. Eftir tvo leiki í Barcelona færist nú einvígið yfir til Malaga og þar ætlum við Karfan.is að vera n.k. miðvikudag.  Hendum inn eftir á þá miðla (snap chat, instagram, facebook) eins og hægt er þannig að fylgist vel með. 

 

Í hinu einvíginu komu Valencia þægilega á óvart í dag og jöfnuðu einvígið gegn Real Madrid á heimavelli Real.  Einvígi þeirra stendur því í 1-1 og nú eru tveir leikir á heimavelli Valencia í vændum. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -