Stefan Markovic er félagi Jóns Arnórs Stefánssonar í Unicaja Malaga og sagði í viðtali við Karfan.is að það hafi jú aðeins verið grínast með það að Ísland og Serbía myndu mætast á svellinu í Berlín. Markovic sagðist ekki búast við því að taka íslendinga neinum silkitökum og ef liðið væri með sama hugarfar og Jón þá búast þeir alveg eins við góðum og hörðum leik. Stutt viðtal við Markovic tókum við hér í Malaga nú rétt áðan.




