Miðað við gang mála í einvígi Unicaja Malaga og Barcelona eftir fyrstu tvo leikina þá myndu margir segja að öskubusku ævintýri er komið á skrið hjá þeim Malaga mönnum sem voru nú rétt í þessu að tryggja sig í oddaleik með 77.66 sigri á liði Barcelona. Að þessu sinni engin heppni og engin framlenging heldur bara virkilega sterkur sigur hjá Jóni Arnór og félögum þar sem varnarleikur þeirra er þeirra helsti styrkleiki.
Jón Arnór hóf leik að venju fyrir sína menn en spilaði þó aðeins í heildina 11 mínútur í leiknum. Jón setti niður 9 stig á þessum 11 mínútum, þar af tvö síðustu stig leiksins úr vítum og innsiglaði þar með sigurinn í kvöld. Lið Malaga var nokkuð jafnt í stigaskorun sinni og en Jayson Granger var stigahæstur liðsins með 11 stig í kvöld. Hjá Barcelona var það hinn brasíliski (eins og allir vita), Marcelo Huertes stigahæstur með 14 stig.
Oddaleikurinn fer fram í Barcelona nk. sunnudag og hefst kl 15:00 að íslenskum tíma (17:00 á Spáni)



