spot_img
HomeFréttirSara Diljá til Snæfells

Sara Diljá til Snæfells

Íslandsmeistarar Snæfells hafa fengið góðan liðsstyrk þegar að Sara Diljá Sigurðardóttir skrifaði undir eins árs samning. Sara Diljá hefur leikið með Val og í fyrra var hún á venslasamningi með Stjörnunni 1.deildinni. Sara Diljá er á leið erlendis með U20 ára liði kvenna til Danmerkur þar sem þær leika þrjá leiki á Norðurlandamóti.

 

 

Mynd: Sara Diljá og Gunnar Svanlaugs formaður kkd. Snæfells handsala samninginn

Fréttir
- Auglýsing -