Vísir.is og Fréttablaðið greina frá því nú í morgun að Snorri Hrafnkelsson sé á leið í KR en hann sagði skilið við Njarðvíkinga á dögunum.
Frétt Vísir.is um málið:
KR hefur liðsstyrk fyrir titilvörnina í Domino's-deild karla í körfubolta næsta vetur, en framherjinn Snorri Hrafnkelsson hefur ákveðið að ganga í raðir liðsins.
Þessi 200 cm hái leikmaður, sem kemur til KR frá Njarðvík, skoraði 4,7 stig að meðaltali í leik og tók þrjú fráköst á þeim 15 mínútum sem hann spilaði í leik.
„Þetta er hávaxinn og öflugur leikmaður sem hentar leikstíl okkar vel. Við skoðuðum hann fyrir þremur árum þegar hann fór í Keflavík þannig að við höfum fylgst með honum lengi,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, um Snorra við Fréttablaðið.
Magni Hafsteinsson hefur lagt skóna á hilluna og svo gæti „meira gerst“ segir Finnur spurður hvort Snorri fái margar mínútur hjá meisturunum í vetur
„Við lítum á hann sem leikmann sem getur haft áhrif strax og einnig til framtíðar,“ segir Finnur Freyr.



