spot_img
HomeFréttirBatum í Hornets

Batum í Hornets

Charlotte Hornets hafa fengið Nicolas Batum í sínar raðir frá Portland TrailBlazers. Gerald Henderson og Noah Vonleh héldu vestur í Portland í skiptunum. Hornets eru að hrista til í sínum herbúðum og hafa t.d. þegar látið Lance Stephenson fara frá félaginu. Í þeim skiptum fengu Hornets til sín Spencer Hawes og Matt Barnes.

Rich Cho framkvæmdastjóri Hornets sagði liðinu vanta fleiri skotmenn og að skiptin síðustu daga hefðu sýnt fram á að það væri verið að gera bót í máli. Cho sagði einnig að ekki væri loku fyrir það skotið að Hornets myndu gera fleiri breytingar. 

Batum var með 9,4 stig, 5,9 fráköst og 4,8 stoðsendingar með Portland á síðustu leiktíð en glímdi lengi við úlnliðsmeiðsli. 

Fréttir
- Auglýsing -