Það kom svo á daginn að Barcelona-menn voru gersamlega búnir á því eftir að Malaga fór með þá í oddaleik og voru hársbreidd frá því að fara í úrslita einvígið. Í það minnsta ætlum við okkur að hafa söguna svona. En það var 32. meistaratitill Real Madrid sem rann í hlaðið í gærkvöldið hjá Real Madrid þegar þeir sigruðu Barcelona 85:90 á útivelli. Real hafði áður tekið fyrstu tvo leikina á sínum heimavelli nokkuð örygglega.
Það var hinn amerísk ættaði Jayce Carrol sem fór illa með Barcelona í síðasta leiknum, skoraði 19 stig og steig varla feilspor í leiknum. Hinn króatíski leikmaður Barcelona, Ante Tomic gerði hvað hann gat til að halda sínu liði á floti með heilum 29 stigum en allt kom fyrir ekki og Real hampaði þeim stóra í leikslok og það í Barcelona. Líkast til ekki það allra vinsælasta í Katalóníu að horfa uppá slíkt.



