spot_img
HomeFréttirHelena: Eina óskin að fá Slóvakíu

Helena: Eina óskin að fá Slóvakíu

Á morgun er dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna 2017. Helena Sverrisdóttir sem á að baki nokkur tímabil sem atvinnumaður á meginlandi Evrópu sagði við Karfan.is í morgun að eina óskin væri að fá Slóvaíku í drættinum.

„Ég held að eina óskin væri að fá Slóvakíu úr efsta styrkleikaflokknum, þar þekki ég nánast allar í liðinu og þjálfara teymið er mitt gamla þjálfarateymi. Annars vitum við að þetta verður alltaf erfitt en gaman og spennandi á sama tíma,“ sagði Helena. Keppnin verður leikin í landsliðsgluggum á yfirstandandi leiktíðum næstu tvö tímabilin. Helena viðrar athyglisverðan flöt á málinu hvað gluggana varðar. 

„Já ég er mjög spennt yfir þessu. En við erum strax að sjá að svona gluggar henta okkar liði t.d. mjög illa, þar sem þrír af okkar sterkustu leikmönnum sem eru í háskóla núna munu mjög líklega ekki geta spilað með okkur. Það verður mjög erfitt að missa þær, en þetta er samt mjög spennandi og okkur hlakkað mikið til.“

Helena þekkir vissulega til bandaríska háskólaumhverfisins sem fyrrum nemandi og leikmaður við TCU-skólann. Verður ekki hægt að ræða við skólastjórnendur um að leyfa leikmönnunum að spila þessa fáu landsleiki í landsliðsgluggunum

„Þar sem þetta eru nóvember og febrúar þá er akkúrat svo mikið að gerast í háskólanum og þeirra tímabil er svo stutt að ég sé ekki að þeim yrði hleypt burtu.“

A-landsliðsleikmenn sem umræðir og eru í háskólanámi í Bandaríkjunum eru Margrét Rósa Hálfdanardóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir og virkileg skörð höggvin í íslenska landsliðið án þessara þriggja öflugu leikmanna. 

Tengt efni: Ísland í fjórða styrkleikaflokki

Mynd/ Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -