Solna Vikings, sænska körfuknattleiksliðið sem Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikur með og hefur verið með fleiri Íslendinga innanborðs á undanförnum árum, hefur hætt við að leika í sænsku atvinnudeildinni á komandi keppnistímabili. www.mbl.is greinir frá.
Í frétt MBL.is segir einnig:
Félagið dregur sig út af fjárhagsástæðum og hyggst í staðinn leika í næstefstu deild. Þetta var tilkynnt í dag og á vef félagsins segir að það verði allt endurskipulagt fjárhagslega. Markmiðið sé að komast aftur í úrvalsdeildina eins fljótt og mögulegt sé.
Landsliðsmennirnir Logi Gunnarsson og Helgi Már Magnússon hafa báðir spilað með Solna Vikings og þá var Sigurður Ingimundarson þjálfari liðsins um skeið.



