spot_img
HomeFréttirKristrún, Guðrún Ósk og Signý í Skallagrím

Kristrún, Guðrún Ósk og Signý í Skallagrím

Kristrún Sigurjónsdóttir, Guðrún Ósk Ámundadóttir og Signý Hermannsdóttir hafa ákveðið að fara allar í Skallagrím í Borgarnesi og hjálpa liðinu að komast upp úr 1. deildinni næsta vetur. visir.is greindi frá síðastliðið sunnudagskvöld.

Kristrún og Guðrún verða leikmenn liðsins en Signý verður hluti af þjálfarateymi liðsins sem keppir við Breiðablik, Njarðvík, Þór Akureyri og Fjölnir um sæti í Dominos-deildinni. Hver verður þjálfari kemur ekki í ljós fyrr en seinna.

Allar hafa þessar þrjár spilað með landsliðinu og unnið auk þess marga stóra titla á löngum ferli. Kristrún er þrítug en Guðrún 28 ára. Þær spiluðu lengi saman í Haukum en hafa ekki verið liðsfélagar síðustu árin.

Lesa fréttina í heild sinni hjá Vísir.is

Fréttir
- Auglýsing -