spot_img
HomeFréttirSævaldur tekur við Fjölniskonum

Sævaldur tekur við Fjölniskonum

Sævaldur Bjarnason hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fjölnis í 1. deild kvenna. Sævaldur var ráðinn á meistaraflokk félagsins, unglingaflokk kvenna og þá verður hann einnig með séræfingar.

„Ég er bara spenntur fyrir þessu, ég bý nánast við hliðina á íþróttahúsinu og leikirnir í 1. deild eru færri heldur en í úrvalsdeild svo leikjaálagið er minna og meðfram þessu get ég þá vonandi lokið við meistaranámið mitt,“ sagði Sævaldur í samtali við Karfan.is nú í morgunsárið. Sævaldur þjálfaði Stjörnuna á síðustu leiktíð og er fyrsti þjálfarinn sem kemur kvennaliði Garðabæjar upp í úrvalsdeild. Á lokahófi KKÍ var hann valinn þjálfari ársins í 1. deild kvenna.

Uppskera Fjölnis var rýr í 1. deild kvenna síðasta tímabil en liðið hafnaði í 6. sæti af þeim sjö liðum sem léku í deildinni með fjóra sigra og átta tapleiki. Forvitnilegt verður að sjá hvort Sævaldur hafi sömu áhrif á liðið í Grafarvogi og hann hafði í Garðabæ. 

Fréttir
- Auglýsing -