Nú stendur yfir leikur Íslands og Danmerkur á æfingamóti á Amager í Danmörku. Hægt er fylgjast með leiknum beint hér og lifandi tölfræði hér. Liðin mættust í gær og sigraði Ísland 66-60 eftir framlengdan leik. Sigurinn var aðeins þriðji sigur Íslendinga á Dönum í A landsleik kvenna frá upphafi og jafnframt sá stærsti. Fyrir utan að vera sá fyrsti utan Noregs!
Leikurinn í gær var 10. viðureign liðanna, fyrst mættust þau á Norðurlandamóti í Noregi 1973 og þá sigruðu Danir með 61 stigs mun, næst sigruðu Danir 1986 með 88 stiga mun og í þriðja leiknum sem var leikinn 1990 unnu þær dönsku með 62 stigum. Það var svo í fjórðu viðureigninni sem íslensku stúlkurnar sigruðu loks, með 1 stigi. Það var á Norðurlandamóti í Bergen í Noregi árið 2000. Næsti sigur kom svo á Norðurlandamóti í Bærum í Noregi og vanst sá leikur með 5 stigum.



