Leikstjórnandinn Jeremy Lin er genginn í raðir Charlotte Hornets. Lin samdi til tveggja ára í býflugnabúinu hjá Michael Jordan og mun samningurinn vera um fjögurra milljón dollara virði.
Lin sem hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Houston og LA Lakers freistar þess nú að fóta sig á markaði sem almennt er talinn minni en þeir sem Houston og Lakers eru á. Lin mun því koma upp með boltann ásamt Kemba Walker og verður fróðlegt að sjá hvort „Linsanity“ eigi afturkvæmt í boltann eftir nokkur mögur ár.



