spot_img
HomeFréttirDönsku stungu af í fjórða

Dönsku stungu af í fjórða

Íslenska liðið tapaði nú rétt áðan öðrum leik sínum gegn þeim dönsku með 63 stigum gegn 74.  Það var í fjórða leikhluta sem að heimstúlkurnar gersamlega stungu af en fram að því hafði leikurinn verið jafn á flestum tölum.  Helena Sverrisdóttir spilaði aðeins 16 mínútur í leiknum en hún lenti í villuvandræðum í leiknum.  Það var Sara Rún Hinriksdóttir sem leiddi liðið að þessu sinni í stigaskorun og setti niður 16 stig fyrir liðið ásamt því að hrifsa 7 fráköst.  Helena kom henni næst með 12 stig

 

Íslenska liðið lýkur keppni á morgun með leik gegn Finnum. 

Fréttir
- Auglýsing -