spot_img
HomeFréttirLogi ráðinn yfirþjálfari yngri flokka í Njarðvík

Logi ráðinn yfirþjálfari yngri flokka í Njarðvík

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur ráðið Loga Gunnarsson sem næsta yfirþjálfara yngriflokka félagsins til þriggja ára. Hann tekur við starfinu af Einari Árna Jóhannsyni sem hefur verið í því starfi hjá félaginu um nokkura ára skeið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KKD UMFN. 

Í tilkynningu Njarðvíkinga segir einnig:

Logi hefur verið atvinumaður í körfuknattleik í yfir 10 ár og á þeim tíma náð sér mikilli reynslu sem hann mun nú miðla til yngri iðkenda og þjálfara hjá félaginu. Um leið og Logi er boðin velkomin til starfa þá vill unglingaráð koma sérstöku þakklæti til Einars Árna fyrir hanns mikla og óeigingjarna starfs sem hann hefur unnið fyrir félagi á síðustu árum og óskum honum velfarnaðar á nýjum vetfangi.

Fréttir
- Auglýsing -