spot_img
HomeFréttirAsik verður ekki með Tyrkjum í Berlín!

Asik verður ekki með Tyrkjum í Berlín!

Tyrkneska landsliðið hefur fengið þungt högg því miðherjinn Ömer Asik leikmaður New Orleans Pelicans í NBA deildinni verður ekki með Tyrklandi vegna meiðsla! Tyrkland er í riðli með Íslandi, Þjóðverjum, Spáni, Ítalíu og Serbíu í lokakeppni EuroBasket 2015.

Um er að ræða meiðsli í mjóbaki hjá Asik og eftir þónokkrar prófanir af læknum tyrkneska liðsins var tilkynnt um meiðsli Asik. Tyrkir halda í dag til Ítalíu þar sem liðið verður við æfingar um hríð fyrir mótið í Berlín. Sá 20 manna hópur sem þegar hefur verið kynntur hjá Tyrkjum telur því aðeins 19 leikmenn eins og stendur.

Ísland og Tyrkland mætast þann 10. september í Berlín en það verður jafnframt í lokaumferð riðilsins.

Mynd/ Asik verður ekki með Tyrkjum!

Fréttir
- Auglýsing -