spot_img
HomeFréttirÍsland og Ísrael fóru upp úr D-riðli

Ísland og Ísrael fóru upp úr D-riðli

U18 ára landslið Íslands landaði í dag öruggum 84-55 sigri á Írum í B-deild Evrópumótsins sem nú stendur yfir í Austurríki. Jón Arnór Sverrisson var stigahæstur í íslenska liðinu með 15 stig og þar af var kappinn 4/6 í þristum. Allir leikmenn íslenska liðsins komust á blað þennan leikinn.

Það voru því Ísland og Ísrael sem komust upp úr riðlinum en þrjú lið voru jöfn með 9 stig en Danir voru með í þeim pakka en stóðu verst innbyrðis liðanna þriggja og sitja því eftir. Framundan eru því tveir leikir í milliriðli hjá íslenska liðinu þar sem tvö lið munu komast í undanúrslit en hin tvö spila um 5.-8. sæti. Ísland leikur á miðvikudag gegn Georgíu og á fimmtudag gegn Svíþjóð. 

Lokastaða D-riðils:

TEAM
P
W/L
F/A
PTS
1.
5
4/1
399/329
9
2.
5
4/1
443/331
9
3.
5
4/1
373/341
9
4.
5
2/3
352/381
7
5.
5
1/4
333/431
6

Mynd/ FIBA – Ville Vuorinen – Halldór Garðar Hermannsson á fleygiferð með íslenska liðinu en hann gerði 4 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í sigrinum gegn Írlandi í dag. 

Fréttir
- Auglýsing -