Tindastólsmenn sitja ekki auðum höndum en silfurlið Domino´s-deildarinnar á síðustu leiktíð hefur ráðið Bandaríkjamanninn Darren Towns til liðsins og Finnan Harri Mannonen í stöðu aðstoðarþjálfara. Feykir.is greinir frá.
Townes er framherji sem leikið hefur víða í Evrópu og þar á meðal í Finnlandi, Portúgal og á Írlandi. Kappinn er 202 cm að hæð og skv. Feyki.is alhliða leikmaður sem Pieti Poikola þjálfari Stólanna þekkir vel til.
Mannonen hefur verið aðstoðarþjálfari Poikola hjá danska landsliðinu síðustu misseri með góða reynslu af þjálfun í Finnlandi.
Mynd/ Eins og þið getið rétt ímyndað ykkur er myndin samsett. Townes t.v. og Mannonen t.h.



