Á morgun hefst keppnin í milliriðli hjá íslenska U18 ára landsliðinu en leikið er gegn Georgíumönnum og Svíþjóð. Einar Árni Jóhannsson þjálfari liðsins og yfirþjálfari yngri landsliða Íslands sagði við Karfan.is í kvöld að milliriðillinn væri svolítið óútreiknanlegur.
„Milliriðillinn er svolítið óútreiknanlegur. Svíar og Ísrael fara með 2 stig upp í riðilinn og ljóst að við erum að gera atlögu að því að hirða annað af tveimur efstu sætunum. Þar sem við enduðum efstir í riðlinum mætum við Georgíu fyrst og þeir vinna 4 leiki í riðlinum eins og við. Tveir þeirra voru eins og tveggja stiga sigrar og svo tapa þeir með 32 stigum gegn Svíum. Við höfum fulla trú á því að við getum náð í sigur gegn þeim á morgun,“ sagði Einar en skakkaföll hafa skotið upp kollinum þar sem bakvörðurinn Kári Jónsson úr Haukum fékk högg á annað hnéð.
„Nú ef Svíar vinna Ísrael er staðan öðruvísi. Þá þurfum við sigur og að skoða innbyrðis stigaskor. Við erum lítið farnir að huga að Svíum, tökum bara einn dag í einu og næst á dagskrá er Georgía. Svíarnir eru þó lið sem við þekkjum vel frá NM.
Kári fékk þungt högg á hné í leiknum gegn Írum. Hann var fluttur með sjúkrabíl í tékk á sjúkrahúsi en fékk í sjálfu sér takmörkuð svör þar. Hann er betri í dag, og fer í segulómun í fyrramálið (miðvikudagsmorgun). Við fáum vonandi eitthvað út úr því um miðjan dag á morgun. Hvort að Kári leiki gegn Georgíu er ómögulegt að segja en við teljum líklegra að hann hvíli í þeim leik og verði vonandi klár í slaginn gegn Svíum,“ sagði Einar og kvað hug í íslenska hópnum.
Hér er svo myndbrot með helstu tilþrifum úr viðureigninni gegn Danmörku í riðlakeppninni:
Allir leikir morgundagsins í milliriðlum B-deildar Evrópukeppninnar hjá U18 körlum:

















