Ísland hafði sigur á Svíþjóð í B-deild Evrópukeppni U18 ára liða 65-63 eftir hörkuslag en sigurinn dugði ekki til að tryggja Íslandi farseðilinn inn í undanúrslit. Ísland mun því leika um 5.-8. sæti í B-deildinni og er næsti leikur gegn Englendingum á morgun (1. ágúst) kl. 20:15 að staðartíma.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta en næstur honum kom Kristinn Pálsson með 18 stig og 5 fráköst. Ísland leiddi með fimm stga mun þegar tvær mínútur lifðu leiks, Svíar gerðu þrjú síðustu stig leiksins en komust ekki nærri og Ísland fagnaði súrsætum sigri.
Tölfræði leiksins: Ísland 65-63 Svíþjóð
Mynd úr safni/ [email protected] – Frá viðureign Svíþjóðar og Íslands í U18 karla á NM 2015.



