spot_img
HomeFréttirGuðlaug Júlíusdóttir semur við Keflavík

Guðlaug Júlíusdóttir semur við Keflavík

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur náð samkomulagi við Guðlaugu Björt Júlíusdóttur fyrir komandi tímabil.
Guðlaug er 19 ára og spilaði með Grindavík á síðasta tímabili. Hún er 172 cm á hæð og leikur sem lítill framherji. www.keflavik.is greinir frá.

Í frétt Keflavíkur segir einnig:

Í sumar hefur Guðlaug haldið sér í góðu formi með U20 ára landslið Íslands þar sem þær ferðuðust til Danmerkur og spiluðu á Norðurlandamótinu.

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hlakkar mikið til að starfa með Guðlaugu í vetur og erum við mjög ánægð með liðsaukann. 

Fréttir
- Auglýsing -