Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson sagði að þó menn væru orðnir óþreyjufullir eftir að EuroBasket rúllaði af stað þá hefði íslenski hópurinn engu að síður náð að njóta sín. Aðspurður hvort við værum í draumariðli eða dauðariðli sagði Hlynur riðilinn vera í raun bæði. Hlynur sagði að líkast til væru menn að þykjast vera rólegir og að á morgun yrðu menn stressaðir enda væri það bara eðlilegt við þessar aðstæður. Ísland og Þýskaland opna B-riðil í Berlín á morgun kl. 15:00 að staðartíma.



