Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen er nú staddur í sínu stærsta verkefni á þjálfaraferlinum en hann viðurkenndi við Karfan TV á blaðamannafundi í Berlín í dag að ýmsar tilfinningar bærðust nú í brjósti. Hann vildi nú lítið gera úr sínum hlut en sagði að íslenski hópurinn þyrfti að leika af gríðarlegri festu frá fyrstu mínútu á morgun.



