Nú er komið að stóru stundinni. Í dag munu Þýskaland og Ísland mætast í opnunarleik B-riðils á EuroBasket í Berlín. Uppselt er á völlinni og ríflega 13.000 manns munu fylgjast með í Mercedez Benz Arena þegar nýr bókarkafli í íslenskri körfuknattleikssögu verður ritaður.
Viðureign Þýskalands og Íslands hefst kl. 15:00 að staðartíma eða kl. 13:00 að íslenskum tíma. Okkar menn tóku æfingu í keppnishöllinni í gærkvöldi og af viðtölum við leikmenn og þjálfara í gær var ekki annað að sjá en að menn væru orðnir virkilega spenntir fyrir því að geta hafið leik.
Nú þegar í morgunsárið er mikill erill í og við Mercedez Benz Arena og kl. 11 að staðartíma hafa íslensku stuðningsmennirnir ákveðið að leiða saman hesta sína á stað sem heitir Urban Spree og hita þar upp fyrir leikinn.
Mynd/ [email protected] – Jón Arnór Stefánsson var kampakátur á æfingu liðsins í keppnishöllinni í gær. Mikið mun mæða á honum í dag þegar hann arkar inn á völlinn gegn fyrrum liðsfélaga sínum Dirk Nowitzki.




