spot_img
HomeFréttirHálfleikur: Þýskaland 41-26 Ísland

Hálfleikur: Þýskaland 41-26 Ísland

Nú er hálfleikur í viðureign Íslands og Þýskalands á EuroBasket í Berlín þar sem heimamenn leiða 41-26. Dirk Nowitzki var að hrökkva í gang undir lok fyrri hálfleiks en kappinn er með 12 stig og Jón Arnór Stefánsson hefur verið heimamönnum erfiður ljár í þúfu með 11 stig.

Íslenska liðið er að „slútta“ með erfiðismun í kringum þýsku körfuna og þurfa að hafa betri gætur á Shcörder leikstjórnanda Þjóðverja í fyrri hálfleik. Margt jákvætt í leik íslenska liðsins þennan fyrri hálfleikinn og menn búnir að fá að hlaupa af sér hornin. Það verður afar fróðlegt að sjá hvernig þjálfarateymið muni senda strákana út í síðari hálfleikinn. 

Tölfræði leiksins (live)

Mynd/ [email protected] – Jón Arnór Stefánsson hefur verið kyngimagnaður í íslenska liðinu í fyrri hálfleik og óhætt að segja að hann sé að valda usla í herbúðum Þjóðverja. 

Fréttir
- Auglýsing -