spot_img
HomeFréttirTyrkir með sigur gegn Ítalíu í hörku leik

Tyrkir með sigur gegn Ítalíu í hörku leik

Tyrkir sigruðu Ítali nú rétt áðan í síðasta leik dagsins með 89 stigum gegn 87.  Tyrkir voru sterkari framan af í leiknum og náðu mest 16 stiga forystu. Tyrkir leiddu í hálfleik með 9 stigum.  Í seinni háflleik söxuðu Ítalir hægt og bítandi á forystu Tyrkja og lokamínútur leiksins voru gríðarlega spennandi. Þegar 6 sekúndur voru eftir áttu Ítalir möguleika á að koma sér í framlengingu eða þá taka sigur. Marco Belinelli leikmaður þeirra hinsvegar fór afar illa með þessar 6 sekúndur og náði loks að koma skoti af erfiðu og löngu færi en skotið geigaði og Tyrkir fögnuðu vel.

 

Tölfræði leiksins

Mynd: Ersan Ilyasova Tyrki og leikmaður Detroit Pistons reynir skot gegn Luigi Datome sem spilaði með Boston Celtics síðasta tímabil

Fréttir
- Auglýsing -