Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik varð rétt í þessu að kyngja 64-71 ósigri gegn Ítalíu á EuroBasket í Berlín. Við fengum nokkur góð tækifæri til að hrifsa til okkar sigurinn en hlutirnir féllu með Ítölum í lokin.
Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag með 17 stig, 5 fráköst og 2 stoðsneidngar. Hlynur Bæringsson bætti við 14 stigum og 7 stoðsendingum og þá var Jón Arnór Stefánsson með 11 stig og 6 stoðsendingar.
Þegar þetta er ritað eru stuðningsmenn íslenska liðsins enn að kyrja „Áfram Ísland“ á pöllunum, þetta er okkar staður, þetta er okkar stund eins og Páll Sævar segir og afar afar sorglegt að ná ekki að klára með sigri eftir jafn vasklega framgöngu hjá okkar mönnum.
Nánar síðar…



