spot_img
HomeFréttirTony Parker stigahæsti leikmaðurinn í sögu EuroBasket

Tony Parker stigahæsti leikmaðurinn í sögu EuroBasket

Franski leikstjórnandinn, Tony Parker, er nú orðinn stigahæsti leikmaður í sögu EuroBasket. Þessi fjórfaldi NBA meistari er orðinn afrekum hlaðinn en síðastliðinn sunnudag jafnaði hann Grikkjann Nikos Galis að stigum.

Galis gerði 1030 stig á EuroBasket með Grikkjum en Parker splæsti í 16 stig í 69-66 sigri gegn Pólverjum og skaust þar með á topp stigatöflunnar á EuroBasket. 

„Þegar ég hóf minn feril bjóst ég aldrei við því að þetta yrði svona,“ sagði hinn 33 ára gamli Parker við fjölmiðla. „Þetta hefur verið draumi líkast og allt að því furðulegt að einhver frá Frakklandi geti verið númer eitt!“

Tony Parker hefur leikið 62 leiki í lokakeppnum EuroBasket og 150 landsleiki fyrir „Les Bleus“ sem urðu einmitt Evrópumeistarar 2013. Parker hóf landsliðsferilinn árið 2000 og hefur unnið fjóra NBA meistaratitla. 

Fréttir
- Auglýsing -